26. feb. 2010

,,Jazzaður" kvennakór

Kvennakór Garðabæjar hélt tónleika í gamla Hagkaupshúsinu á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 25. febrúar. Við þetta tækifæri var skrifað undir samstarfssamning á milli kórsins og Garðabæjar. Samningurinn er til þriggja ára og markmið samningsins er að Kvennakór Garðabæjar efli enn frekar menningarlíf í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Kvennakór Garðabæjar hélt tónleika í gamla Hagkaupshúsinu á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 25. febrúar.  Yfirskrift kvöldsins var ,,JAZZ Á GÓU" og á efnisskránni voru þekktar perlur, flestar íslenskar, sem voru færðar í líflegan djassbúning. 

 

Við þetta tækifæri var skrifað undir samstarfssamning á milli kórsins og Garðabæjar.  Samningurinn er til þriggja ára og markmið samningsins er að Kvennakór Garðabæjar efli enn frekar menningarlíf í Garðabæ og stuðli að áframhaldandi samstarfi kóra í bænum. Kvennakór Garðabæjar heldur upp á 10 ára afmæli sitt þetta ár og hefur staðið fyrir fjölmörgum tónleikum og öðrum uppákomum á starfsferli sínum.


Á myndinni frá vinstri eru: Jóna Sæmundsdóttir formaður menningar- og safnanefndar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Ingibjörg Guðjónsdóttir kórstjóri og Helga Melsteð formaður kórsins.

Að lokinni undirskrift hófust tónleikarnir og með þeim kórkonum þetta kvöld léku fjórir af færustu djassleikurum landsins; bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir, Matthías Hemstock og Tómas R. Einarsson. Gestur kvöldsins var Þuríður Sigurðardóttir söngkona sem flutti nokkur vel valin lög.  Góð stemning var í húsinu og greinilegt að áhorfendur kunnu vel að meta þessa skemmtilegu tónleika.