10. jún. 2016

Slökun í Álftaneslaug

Landslið kvenna í knattspyrnu heimsótti Álftaneslaug í undirbúningi fyrir landsleikina sem fóru fram í síðustu viku og þessari. Eftir stífar æfingar fóru stúlkurnar í flotslökun í innilauginni á Álftanesi nokkrum dögum fyrir leikinn við Skota
  • Séð yfir Garðabæ

Landslið kvenna í knattspyrnu heimsótti Álftaneslaug í undirbúningi fyrir landsleikina sem fóru fram í síðustu viku og þessari. 

Eftir stífar æfingar fóru stúlkurnar í flotslökun í innilauginni á Álftanesi nokkrum dögum fyrir leikinn við Skota en eins og kunnugt er unnu þær Skota með fjórum mörkum gegn engu á útivelli í undankeppni EM.  Landsliðið mætti svo aftur í endurheimt síðastliðinn sunnudag þar sem slakað var vel á í Álftaneslauginni.  Frækinn sigur vannst svo gegn Makedóníu í vikunni þar sem stúlkurnar unnu með átta mörkum gegn engu og eru nánast búnar að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni EM.