18. feb. 2010

Flataskóli verðlaunaður

Verkefnið Schoolovision, sem Flataskóli er þátttakandi í, vann í flokki skapandi verkefna þegar Evrópuverðlaun eTwinning voru afhent fyrr í þessum mánuði.
  • Séð yfir Garðabæ

Verkefnið Schoolovision, sem Flataskóli er þátttakandi í, vann í flokki skapandi verkefna þegar Evrópuverðlaun eTwinning voru afhent fyrr í þessum mánuði. eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamstarf í Evrópu og heyrir undir Comeniusarhluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins. Flataskóli hefur unnið nokkur verkefni á vegum eTwinning eins og lesa má um á vef skólans.

 

Evrópuverðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu eTwinning sem að þessu sinni var haldin í Sevilla á Spáni.  Þema ráðstefnunnar var 5 ára afmæli eTwinning. Hátt í 500 manns, kennarar, fulltrúar landskrifstofa, fulltrúar ESB, o.fl. sóttu ráðstefnuna sem samanstóð af fyrirlestrum, vinnustofum og sýningarbásum. Aðalfyrirlesari var hinn þekki menntafrömuður Stephen Heppell sem fjallaði um skóla 21. aldarinnar.

 

Kolbrún Svala Hjaltadóttir, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni í Flataskóla hefur umsjón með þátttöku skólans í Schoolovision. Kolbrún var ein af fulltrúum Íslands á ráðstefnunni og veitti verðlaununum viðtöku ásamt 15 samstarfsaðilum skólans í verkefninu.

 

Sjá vef um eTwinning verkefnin sem íslenskir skólar taka þátt í.