5. feb. 2010

Nýr Minn Garðabær

Ný útgáfa af íbúavefnum Mínum Garðabæ hefur verið tekin í notkun. Sú nýjung sem blasir fyrst við, þegar íbúar skrá sig inn er nýtt og léttara útlit vefsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Ný útgáfa af íbúavefnum Mínum Garðabæ hefur verið tekin í notkun. Sú nýjung sem blasir fyrst við, þegar íbúar skrá sig inn er nýtt og léttara útlit vefsins. 

Hægt að veita öðrum aðgang að hvatapeningum

Af öðrum nýjungum má nefna að nú er hægt að veita þriðja aðila umboð til að nýta hvatapeninga barna. Eftir því hafa margir foreldrar óskað en það þýðir að t.d. foreldri sem á lögheimili annars staðar en barnið getur nú fengið aðgang til að nýta hvatapeninga þess. Í samræmi við það geta nú allir fengið lykilorð, hvort sem þeir búa í Garðabæ eða annars staðar.

Bætt umsóknarkerfi

Umsóknarkerfi hefur einnig verið bætt. Nú vistast allar sendar umsóknir sem PDF-skjöl þannig að auðvelt er að halda utan um þær sem og önnur samskipti við bæinn. Einnig bjóðast nú möguleikar á að senda vissum hópum tilkynningar þegar ástæða er til.

Unnið að tengingu við Mentor

Líkt og áður er hægt að nálgast álagningarseðil fasteignagjalda á Mínum Garðabæ og sjá stöðu gjalda, svo sem fasteignagjalda og leikskólagjalda. Verið er að vinna í tengingu við Mentor en á næstu dögum verður einnig hægt að fara beint inn á sína síðu á Mentor frá Mínum Garðabæ.

 

Auglýsing um nýjan Minn Garðabæ í janúar 2010