8. jún. 2016

Góð stemmning í Kvennahlaupinu

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í 27. sinn laugardaginn 4. júní sl. Talið er að um 12 000 keppendur hafi tekið þátt í hlaupinu um allt land og aðalhlaupið fór fram í Garðabæ eins og fyrri ár. Veðrið var með allra besta móti á hlaupadaginn og góð stemning skapaðist að venju á Garðatorgi
  • Séð yfir Garðabæ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í 27. sinn laugardaginn 4. júní sl. Talið er að um 12 000 keppendur hafi tekið þátt í hlaupinu um allt land og aðalhlaupið fór fram í Garðabæ eins og fyrri ár.  Veðrið var með allra besta móti á hlaupadaginn og góð stemning skapaðist að venju á Garðatorgi þegar keppendur söfnuðust saman í upphitun fyrir hlaupið.  Keppendur gátu valið úr nokkrum vegalengdum 2, 5 og 10 km, hver á sínum hraða.

Hlaupahópur Stjörnunnar hafði umsjón með hlaupinu í Garðabæ í ár og meðfylgjandi myndir með frétt eru af fésbókarsíðu Kvennahlaupsins í Garðabæ en þar er að finna fleiri skemmtilegar myndir frá Kvennahlaupinu.  Einnig má sjá myndir frá fleiri hlaupastöðum á fésbókarsíðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.  

Fésbókarsíða Kvennahlaupsins í Garðabæ

Fésbókarsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ