3. feb. 2010

Lífshlaupið sett í Sjálandsskóla

Margir góðir gestu sóttu Sjálandsskóla heim í morgun þegar Lífshlaupið var sett í morgun. Þetta er í þriðja sinn sem blásið er til Lífshlaupsins og þar sem nemendur og starfsfólk Sjálandsskóla hafa staðið sig vel í því tvö sl. ár var ákveðið að setningin færi í þetta sinn fram í skólanum.
  • Séð yfir Garðabæ

Margir góðir gestu sóttu Sjálandsskóla heim í morgun þegar Lífshlaupið var sett þar. Þetta er í þriðja sinn sem blásið er til Lífshlaupsins og þar sem nemendur og starfsfólk Sjálandsskóla hafa staðið sig vel í því tvö sl. ár var ákveðið að setningin færi í þetta sinn fram í skólanum.

Kepptu i þrautabraut

Daníel Breki Johnsen, 9 ára nemandi í Sjálandsskóla, bauð gesti velkomna.  Að því loknu fluttu ávörp þau; Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra. Þau kepptu síðan ásamt Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra, Margréti Björnsdóttur, forstjóra Lýðheilsustöðvar, Hafsteini Pálssyni formanni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Helga Grímssyni skólastjóra Sjálandsskóla og 6 nemendum úr Sjálandsskóla í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis undir stjórn Andrésar Guðmundssonar. Aðrir nemendur fengu síðan að spreyta sig í þrautabrautinni.

Allir hvattir til að taka þátt

Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ og er tilgangur þess er að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni og hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Allir geta tekið þátt í Lífshlaupinu en hægt er að velja um þrjár leiðir. Einstaklingskeppni fyrir 16 ára og eldri, vinnustaðakeppni og hvatningarverkefni fyrir grunnskóla sem 15 ára og yngri geta tekið þátt í.

 

Fleiri myndir frá athöfninni eru á vef Sjálandsskóla.

 

Upplýsingar um Lífshlaupið eru á vef þess, www.lifshlaup.is en þar kemur m.a. fram að nú, 3. febrúar, hafa 666 lið frá 274 vinnustöðum og 191 bekkur frá 29 grunnskólum skráð sig til leiks.


 

Frá setningu Lífshlaupsins í Sjálandsskóla 2010

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra ávörpuðu gesti við setningu Lífshlaupsins

Frá setningu Lífshlaupsins 2010

Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla tók við Lífshlaupsfána frá Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ.

Frá setningu Lífshlaupsins í Sjálandsskóla 2010

Keppni í þrautabraut að hefjast

Frá setningu Lífshlaupsins í Sjálandsskóla 2010

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Helgi Grímsson skólastjóri sýna hæfileika sína í sippi

Frá setningu Lífshlaupsins í Sjálandsskóla 2010

Nemendur Sjálandsskóla reyndu sig líka í þrautabrautinni

Frá setningu Lífshlaupsins í Sjálandsskóla 2010

Einbeitt í þrautabraut