Hægt að sækja um frá 6 mán. aldri
Í nýjum reglum um greiðslur vegna dvalar barna á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum er foreldrum sem ekki eiga rétt á 9 mánaða fæðingaorlofi heimilað að sækja um niðurgreiðslur frá sex mánaða aldri þess
Í nýjum reglum um greiðslur vegna dvalar barna á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum er foreldrum sem ekki eiga rétt á 9 mánaða fæðingaorlofi heimilað að sækja um niðurgreiðslur frá sex mánaða aldri barnsins.
Þá er einnig gerð sú breyting, í samræmi við breytingu í gjaldskrá leikskóla, að afsláttur leikskólagjalds til einstæðra foreldra og námsmanna verður 40% á árinu 2010 í stað 30%.
Á þessu ári er foreldrum einnig heimilað að sækja um afsláttinn ef annað foreldrið er í námi eða atvinnulaust. Það ákvæði gildir einnig út árið 2010.
Reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Reglur um greiðslur vegna dvalar barna á leikskólum reknum af öðrum en Garðabæ.