22. jan. 2010

Víkingaheimsókn á Kirkjubóli

Í tilefni bóndadagsins leit Bárður víkingur við á leikskólanum Kirkjubóli í fullum víkingarklæðnaði. Hann staldraði við góða stund
  • Séð yfir Garðabæ

Í tilefni bóndadagsins leit  Bárður víkingur við á leikskólanum Kirkjubóli í fullum víkingarklæðnaði. Hann staldraði við góða stund og fengu börnin að prófa hjálma, sverð og skjöld. Þau voru mjög áhugasöm um lífið á víkingatímum.Víða má sjá íslenska fánann á veggjum skólans og öll börnin báru hjálm á höfði þegar þorramatur var snæddur í hádeginu á bóndadag.  

Börnin á Kirkjubóli hafa einnig fengið að fara í geymslur hjá ömmu og afa og fundið þar gömul leikföng. Leikföngin fengu þau lánuð til að sýna vinum sínum í leikskólanum og hefur skapast lífleg umræða um lífið í gamla daga.