7. jún. 2016

Nýr forseti bæjarstjórnar og nýir fulltrúar í bæjarráði

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 2. júní sl. fór fram kosning til forseta bæjarstjórnar og kosning fulltrúa í bæjarráð Garðabæjar. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi var kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs, Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi var kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi var kjörinn annar varaforseti bæjarstjórnar.
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 2. júní sl. fór fram kosning til forseta bæjarstjórnar og kosning fulltrúa í bæjarráð Garðabæjar.  Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi var kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs, Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi var kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi var kjörinn annar varaforseti bæjarstjórnar.

Í bæjarráði Garðabæjar sitja fimm bæjarfulltrúar sem eru kjörnir til eins árs í senn. Á fundi bæjarstjórnar voru eftirfarandi bæjarfulltrúar kosnir til setu í bæjarráði:  Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Jóna Sæmundsdóttir, Halldór Jörgensson og Steinþór Einarsson. María Grétarsdóttir var tilnefnd sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Bæjarráð fer, ásamt bæjarstjóra, með framkvæmdastjórn bæjarins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki falin öðrum. Bæjarráð fundar vikulega á þriðjudagsmorgnum.

Fundargerðir nefnda

Á vef Garðabæjar er hægt að sjá fundargerðir bæjarráðs, bæjarstjórnar og nefnda bæjarins.  Reglur um birtingu gagna með fundargerðum má sjá hér ásamt fundargerðum nefnda.