11. des. 2009

Leikskólabörnum fjölgar

Veturinn 2008-2009 voru 634 börn í leikskólum í Garðabæ og hafði þeim fjölgað um 26 frá fyrra vetri. Við innritun vegna skólaársins 2008-2009 var hægt að bjóða börnum frá 16 mánaða aldri leikskólavist.
  • Séð yfir Garðabæ

Veturinn 2008-2009 voru 634 börn í leikskólum í Garðabæ og hafði þeim fjölgað um 26 frá fyrra vetri. Við innritun vegna skólaársins 2008-2009 var hægt að bjóða börnum frá 16 mánaða aldri leikskólavist.

 

Stærsti leikskólinn er leikskólinn Sjáland en þar voru 114 börn. Næstur er leikskólinn Ásar þar sem 113 börn dvöldu. Þessir skólar eru báðir einkareknir en alls dvöldu 53% leikskólabarna í Garðabæ á leikskólum sem reknir eru af öðrum en sveitarfélaginu. Garðabær rekur fimm leikskóla en i bænum eru níu leikskólar starfandi.

 

Þetta er meðal þess sem lesa má í ársskýrslu leikskólanna í Garðabæ fyrir skólaárið 2008-2009. Þar er einnig greint frá helstu verkefnum leikskólanefndar þetta skólaár og sagt frá helstu áherslum í starfi hvers leikskóla meðal annars.