7. des. 2009

64% vilja óbreytt vetrarfrí

64% foreldra eru mjög eða frekar sammála því að hafa vorannarfrí í grunnskólum Garðabæjar, samfellt í fimm daga eins og verið hefur undanfarin ár.
  • Séð yfir Garðabæ

64% foreldra eru mjög eða frekar sammála því að hafa vorannarfrí í grunnskólum Garðabæjar, samfellt í fimm daga eins og verið hefur undanfarin ár. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var nýlega meðal foreldra og starfsmanna grunnskóla Garðabæjar á viðhorfi þeirrra til vetrarfría.

Tvær spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur í könnuninni. Auk þess var svarendum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum frá eigin brjósti.

Niðurstaða úr svörum foreldra:

1) Spurt var hvort foreldrar kysu að í grunnskólum væri haustannarfrí, vorannarfrí frí á báðum önnum eða alls ekkert frí.

 

Niðurstaðan var sú að rúm 50% vilja vorannarfrí, tæp 22% frí á báðum önnum og rúm 24% vilja alls ekkert frí.


2) Spurt var hversu sammála eða ósammála foreldrar væru að hafa vorannarfrí samfellt í fimm daga eins og verið hefur undanfarin ár.

 

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Mjög og frekar sammála voru rúm 64%
hvorki sammála né ósammála voru tæp 10% og
frekar og mjög ósammála voru um 25%  

 

Í opnum svörum kom fram meðal annars að foreldrar vilja hafa sama hátt á vetrarfríum og verið hefur. Nokkrar athugasemdir komu fram um að hafa vetrarfrí í öskudagsvikunni og þótti sumum það óheppilegt.

Niðurstaða úr svörum starfsmanna:

1) Spurt var hvort starfsmenn kysu að í grunnskólum væri haustannarfrí, vorannarfrí, frí á báðum önnum eða alls ekkert frí.

 

Niðurstaðan var að tæp 26% vilja vorannarfrí, tæp 30% frí á báðum önnum og rúm 23% vilja alls ekkert frí.

2) Spurt var hversu sammála eða ósammála starfsmenn væru að hafa vorannarfrí samfellt í fimm daga eins og verið hefur undanfarin ár.

 

Mjög og frekar sammála voru 37%, frekar og mjög ósanmmála voru 44% og 19% voru hvorki sammála né ósammála.



Starfsmenn hafa helst þá skoðun að það eigi að hafa frí á báðum önnum og 44% svarenda meðal starfsmanna eru frekar eða mjög ósammála 5 daga vorannarfríi.


Smellið á myndina til að sjá niðurstöðurnar í PDF-skjali.

Niðurstöður könnunar um vetrarfrí í grunnskólum 2009