Ragnheiður er sundkona ársins
Garðbæingurinn Ragnheiður Ragnarsdóttir er sundkona ársins 2008-9 og sundmaður ársins er Jakob Jóhann Sveinsson. Ragnheiður var valin fyrir mjög góðan árangur bæði í 25 metra og 50 metra laugum.
Á lokahátíð Sundsambands Íslands sunnudagskvöldið 22. nóvember var tilkynnt um sundmenn ársins. Garðbæingurinn Ragnheiður Ragnarsdóttir er sundkona ársins 2008-9 og sundmaður ársins er Jakob Jóhann Sveinsson. Ragnheiður var valin fyrir mjög góðan árangur bæði í 25 metra og 50 metra laugum.
Ragnheiður keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi um miðjan desember. Ragnheiður hefur staðið sig vel í sundíþróttinni undanfarin ár og var m.a. valin íþróttamaður Garðabæjar 2006.