3. jún. 2016

Kvennahlaupið verður haldið 4. júní

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 27. sinn, laugardaginn 4. júní nk. Að venju er aðalhlaupið í Garðabæ þar sem ræst verður frá Garðatorgi kl. 14 en upphitun og dagskrá hefst kl. 13.30 á torginu. Vegna Kvennahlaupsins laugardaginn 4. júní 2016 verður Vífilsstaðavegur lokaður frá hringtorgi (austan) við Vífilsstaði að Bæjarbraut/Stekkjarflöt milli kl. 13:45 – 16:00.
  • Séð yfir Garðabæ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 27. sinn, laugardaginn 4. júní nk.  Að venju er aðalhlaupið í Garðabæ þar sem ræst verður frá Garðatorgi kl. 14 en upphitun og dagskrá hefst kl. 13.30 á torginu.   Áætlað er að 3.500 - 4.000 konur taki þátt í hlaupinu í Garðabæ en hlaupið er á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Mikil og góð stemmning hefur skapast í gegnum árin í þessu bráðskemmtilega hlaupi, þar hittast nokkrar kynslóðir og skemmta sér saman og allir finna vegalengd við sitt hæfi. Hægt er að fara 2 km. 5 km. og 10 km. hver á sínum hraða. Í ár er það hlaupahópur Stjörnunnar sem hefur umsjón með hlaupinu í Garðabæ.  Að loknu hlaupi fá þátttakendur í kvennahlaupsbolum frítt í sund í Ásgarði.  Hönnunarsafn Íslands býður einnig þátttakendum í hlaupinu ókeypis aðgang í safnið á hlaupadaginn.

www.kvennahlaup.is

Fésbókarsíða Kvennahlaupsins í Garðabæ

Lokanir á umferð vegna Kvennahlaupsins

Vegna Kvennahlaupsins laugardaginn 4. júní 2016 verður Vífilsstaðavegur  lokaður frá hringtorgi (austan) við Vífilsstaði að Bæjarbraut/Stekkjarflöt milli kl. 13:45 – 16:00. Vífilsstaðavegur frá Bæjarbraut að Hafnarfjarðavegi verður lokaður í hálftíma frá 13:45 – 14:15.

Umferð eftir Reykjanesbraut (norður / suður) kemst ekki upp á hringtorgin við Vífilsstaði á tímabilinu 14:00 – 16:00.

Það má búast við að íbúar í eftirtöldum hverfum verði fyrir einhverjum óþægindum og töfum á meðan á hlaupi stendur.  Umferð um hverfi verður stýrð og íbúar eru beðnir um að sýna þolinmæði í umferðinni á meðan viðburðurinn fer fram.

1. Sjálandi (frá kl. 14:00 – 14:30)
2. Flatirnar
3. Lundirnar
4. Byggðirnar
5. Mýrin
6. Hæðirnar
7. Gilin
8. Búðirnar
9. Hnoðraholtið

 

Kvennahlaupið 2016 - hlaupaleiðir