18. sep. 2009

Schoolovision tilnefnt til verðlauna

Schoolovision-verkefnið sem Flataskóli tók þátt í á vorönn sl. vetur er eitt af 109 verkefnum sem er komið í úrslit alþjóðlegu Global Junior Challege keppninnar
  • Séð yfir Garðabæ

Schoolovision-verkefnið sem Flataskóli tók þátt í á vorönn sl. vetur er eitt af 109 verkefnum sem er komið í úrslit alþjóðlegu Global Junior Challege keppninnar. Þar er þeim verkefnum veitt verðlaun sem fela í sér nýjungar við notun upplýsingatækni í menntun og alþjóðlegri samvinnu.

Verkefninu var stýrt af  Michael Purves frá Skotlandi en Kolbrún Svala Hjaltadóttir, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni í Flataskóla var leiðbeinandi við verkefni þar. Aðeins einn skóli frá hverju landi má taka þátt í verkefninu og var Flataskóli því fulltrúi Íslands þar.

Flataskóli verður  aftur fulltrúi Íslands á árinu 2010.

Lesa máum verkefnið á vef Flataskóla og á vefnum http://www.etwinning.blog.is/blog/etwinning/.