18. sep. 2009

Tóku þátt í Norræna skólahlaupinu

Nemendur í Flataskóla og Hofsstaðaskóla tóku þátt í Norræna skólahlaupinu sem var haldið 9. september sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur í Flataskóla og Hofsstaðaskóla tóku þátt í Norræna skólahlaupinu sem var haldið 9. september sl. enda var veður eins og best verður á kosið til útihlaupa.

 

Hægt var að velja um þrjár vegalengdir: 2,5 km, 5 km og 10 km.

 

Á vef Hofsstaðaskóla kemur fram að þar tóku 389 nemendur þátt í hlaupinu og hlupu samtals 1445 km sem þýðir að þeir hlupu hringinn í kringum landið og rúmlega það.

 

Fréttir og myndir frá hlaupinu eru á vefjum skólanna:

www.hofsstaðaskóli.is og www.flataskoli.is