11. sep. 2009

Dagskrá samgönguviku

Dagana 16-22. september nk. er Evrópsk samgönguvika. Fjölmörg sveitarfélög víðsvegar um Evrópu taka þátt í verkefninu með margvíslegum hætti. Sveitarfélög á Íslandi eru einnig þátttakendur og Garðabær tekur þátt í verkefninu í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Dagana 16-22. september nk. er Evrópsk samgönguvika.  Fjölmörg sveitarfélög víðsvegar um Evrópu taka þátt í verkefninu með margvíslegum hætti.  Sveitarfélög á Íslandi eru einnig þátttakendur og Garðabær tekur þátt í verkefninu í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

 

Íbúar sveitarfélaganna eru hvattir til að huga að umhverfisvænum samgöngumáta þessa viku, s.s. að vera samferða í bíl, nota almenningssamgöngur eða fara hjólandi eða gangandi í vinnu eða skóla.

 

Fjölbreytt dagskrá verður í boði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þessa viku.

 

Laugardaginn 19. september verður Hjóladagur fjölskyldunnar þar sem hjólað verður frá öllum sveitarfélögunum.  Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt í þeirri dagskrá, sjá tímasetningar hér í dagbókinni á vefnum. Lagt verður af stað frá Sjálandsskóla kl. 12.10 og hjólað í gegnum Kópavog til Reykjavíkur.

 

Dagskrá samgönguvikunnar á höfuðborgarsvæðinu er birt hér: www.rvk.is/samgonguvika
Sjá einnig heimasíðu Evrópsku samgönguvikunnar.

 

Vistakstur

 

Í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni mun Landvernd í samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu kynna alþjóðlegt vistakstursverkefni sem samtökin eru aðili að en verkefnið gengur út á að leiðbeina ökumönnum í vistakstri. Verkefnið er að því leyti nýstárlegt að við kennsluna eru notaðir ökuhermar sem líkja má við leikjatölvur sem forritaðar eru með mismunandi akstursæfingum.

 

Áhugi Landverndar á verkefninu skýrist af því að með kennslu í vistakstri er hægt að stuðla að minni loftmengun, spara peninga og fækka slysum í umferðinni.

Vistaksturskynningar
16. september kl. 16‐19 Mosfellsbær (Kjarni)
17. september kl. 20‐22 Kópavogur (Salaskóli)
18. september kl. 13.30‐17 Seltjarnarnes (Eiðistorg)
21. september kl. 10‐15 Reykjavík (þjónustuver umhverfissviðs)