4. sep. 2009

Kraftmiklir nemendur í Garðaskóla

Nemendur Garðaskóla eru duglegir við að nýta sér það fjölbreytta val sem skólinn býður upp á og möguleika á að flýta fyrir sér í náminu.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur Garðaskóla eru duglegir við að nýta sér það fjölbreytta val sem skólinn býður upp á og möguleika á að flýta fyrir sér í náminu.

 

Rúmlega 30 nemendur í 10. bekk stunda á þessari önn framhaldsnám í ensku og stærðfræði og um 20 nemendur eru í framhaldsáfanga í íslensku, náttúrufræði eða spænsku. Þá eru 11 nemendur 10. bekkjar í framahldsáfanga í heimspeki.

Framhaldsnámið í Garðaskóla er unnið í samvinnu við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.

 

Í ágúst tölublaði Fréttablaðs Garðaskóla kemur fram að Garðaskóli sé einn fárra grunnskóla á landinu sem geti boðið jafn fjölbreytta námskosti og að námsframboðið sé óbreytt frá frá fyrri árum þrátt fyrir þrengri fjárhagsstöðu.

 

Fréttablaðið er aðgengilegt á vef Garðaskóla, www.gardaskoli.is