26. ágú. 2009

Nemakort í strætó

Námsmenn í framhalds- og háskólanámi geta nú stótt um námsmannakort í strætó á vef Strætó, www.straeto.is.
  • Séð yfir Garðabæ

Námsmenn í framhalds- og háskólanámi geta nú stótt um námsmannakort í strætó á vef Strætó, www.straeto.is.

Kosta 15 þúsund krónur

Námsmenn alls staðar á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. í Garðabæ geta keypt kort sem gildir í allan vetur á 15.000 krónur. Einnig er hægt að kaupa kort sem gildir til áramóta og kostar 8.000 krónur.

 

Fullt verð fyrir 9 mánaða strætókort er 30.500 krónur og því fá nemar ríflega 50% afslátt.

 

Til að kaupa námsmannakortin þarf að skrá inn kennitölu og netfang á vef Strætó.

 

Sjá frétt um námsmannakortin á vef Strætó