Lestrarhestur Garðabæjar
Mjög góð þátttaka var í sumarlestri Bókasafnsins þetta árið. All skráðu 155 börn sig til leiks í vor, á aldrinum 5- 13 ára og 67 börn skiluðu inn lestrardagbókinni í ágúst.
Markmiðið að auka lestur
Markmið Sumarlestursins er að auka lestur barna í Garðabæ og viðhalda lestrarfærni þeirra yfir sumartímann. Því er mjög ánægjulegt að sjá að samtals lásu börnin 120.970 blaðsíður sem er nærri helmingi meira en í fyrra.
Líf og fjör á lokahátíð
Lokahátíð var haldin á bókasafninu fimmtudaginn 20. ágúst og voru þá afhent viðurkenningarskjöl til allra og bókaverðlaun til þeirra sem lásu mest í hverjum árgangi. Fjöldi barna og foreldra mætti á hátíðina og var mikið líf og fjör. Bjarni töframaður kom og sýndi töfrabrögð við mikinn fögnuð barnanna og boðið var upp á grillaðar pylsur og djús.
Lestrarhestur Garðabæjar þriðja árið í röð var Lovísa Rut Tjörvadóttir, en hún las 16.566 blaðsíður.
Þau börn sem lásu mest í sínum árgangi eru :
- Sonja Lind Sigsteinsdóttir 5 ára sem las 294 bls.
- Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir 6 ára - 899 bls.
- Dagur Björn Benediktsson 7 ára -1.243 bls.
- Jóhanna María Bjarnadóttir 8 ára - 6.438 bls.
- Fjóla Ósk Guðmundsdóttir 9 ára - 3.497 bls.
- Jón Gunnar Hannesson 10 ára - 4.912 bls.
- Ragnheiður Tryggvadóttir 11 ára - 2.760 bls.
- Óskar Þór Þorsteinsson 12 ára - 6.959 bls.
- Andri Þór Guðbjartsson 13 ára - 2.127 bls.
Mörg önnur börn lásu meira en 2000 blaðsíður og var því mjótt á mununum í mörgum árgöngum.
Bókasafnið þakkar öllum börnum kærlega fyrir þátttökuna og lestrardugnaðinn og minnir á að þau sem komust ekki á hátíðina geta komið á bókasafnið og sótt lestrardagbókina, viðurkenningarskjölin og verðlaunin sín.
Bjarni töframaður sýnir listir sínar
Starfsmenn Bókasafnsins grilluðu pylsur handa gestum lokahátíðarinnar