17. júl. 2009

Hönnunarsafnið á facebook

Hönnunarsafn Íslands hefur opnað síðu á facebook. Garðbæingum og öðrum áhugamönnum um hönnun er bent á að gerast vinir safnsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands hefur eignast sína síðu á Facebook, þar sem fram kom helstu upplýsingar um safnið. Stefnt er að því að á Facebook verði hægt að fræðast um einstaka hluti sem eru á sýningum safnsins.

Gestir síðunnar geta skilið eftir hugleiðingar sínar og látið í ljós álit sitt á sýningum og starfsemi safnsins.

 Facebook