7. júl. 2009

Tillögur að friðlýsingum

Umhverfisstofnun vinnur að undirbúningi friðlýsingar Skerjafjarðarsvæðisins í samræmi við náttúruverndaráætlun. Drög að tillögu til umhverfisráðherra um friðlýsingu innan bæjarmarka Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Umhverfisstofnun vinnur að undirbúningi friðlýsingar Skerjafjarðarsvæðisins í samræmi við náttúruverndaráætlun. Drög að tillögu til umhverfisráðherra um friðlýsingu innan bæjarmarka Garðabæjar, alls um 4, 27, km2 liggja nú fyrir. Einnig er unnið að friðlýsingu nyrsta hluta Búrfellshrauns, Gálgahrauns í Garðabæ, alls um 1, 08 km2.

 

Í samvinnu við bæjarstjórn Garðabæjar eru drög að friðlýsingu ofangreindra svæða auglýst til kynningar til 6. ágúst 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem sú leið er farin að auglýsa opinberlega tillögur að friðlýsingum.

 

Sjá nánari umfjöllun um tillögurnar hér á heimasíðu Garðabæjar.