3. júl. 2009

Blómlegt æskulýðsstarf

Garðabær og Garðasókn hafa gert með sér þjónustusamning um framkvæmd æskulýðsstarfs á vegum Æskulýðsfélags Garðasóknar. Samningurinn gildir frá byrjun árs 2009 fram til 31. desember 2009. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær og Garðasókn hafa gert með sér þjónustusamning um framkvæmd æskulýðsstarfs á vegum Æskulýðsfélags Garðasóknar.  Samningurinn gildir frá byrjun árs 2009 fram til 31. desember 2009.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Magnús E. Kristjánsson formaður sóknarnefndar undirrituðu samninginn á bæjarskrifstofum Garðabæjar fimmtudaginn 2. júlí. 

 

Á myndinni hér til hliðar, frá vinstri eru : Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Magnús E. Kristjánsson formaður sóknarnefndar og Halldór Magnússon framkvæmdastjóri Garðasóknar.

 

Fjölbreytt barna- og unglingastarf
Hlutverk Æskulýðsfélags Garðasóknar er m.a. að efla barna- og unglingastarf við kirkjuna og að efla tengsl við annað íþrótta-, tómstunda og forvarnarstarf í Garðabæ.   Æskulýðsfélagið hefur einnig annast fræðsluverkefni fyrir börn og ungmenni með áherslu á mannréttindi, hjálparstarf, lífsleikni og almennt siðfræði. 

 


Undanfarin ár hefur æskulýðsstarf Vídalínskirkju eflst og dafnað og eru bæði yngri og eldri æskulýðsfélög ásamt hljómsveitum starfrækt í kirkjunni.  Einnig hefur samstarfið við leikskóla og félög í bænum styrkst og vel hefur tekist til með Gospelkórs Jóns Vídalíns sem er samstarfsverkefni við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.

 

Æskulýðs- og forvarnarfulltrúi kirkjunnar
Æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Vídalínskirkju, Ármann H. Gunnarsson, hefur haft meginumsjón með æskulýðsstarfinu ásamt öðru starfsfólki sóknarinnar.  Nýr æskulýðsfulltrúi tekur til starfa í haust þegar Ármann heldur til hjálparstarfa erlendis.   Á heimasíðu Garðasóknar, www.gardasokn.is, er hægt að finna margvíslegan fróðleik um æskulýðsstarfið.