11. jún. 2009

Gaf Tónlistarskólanum höggmynd

Tónlistarskóla Garðabæjar var slitið fimmtudaginn 28. maí s.l. Við skólaslitin barst skólanum höfðingleg gjöf frá Gerði Gunnarsdóttur listakonu,en hún er höfundur höggmyndanna sem eru í anddyri skólans.
  • Séð yfir Garðabæ


Tónlistarskóla Garðabæjar var slitið fimmtudaginn 28. maí s.l. í troðfullum sal safnaðarheimilisins Kirkjuhvoli. Þar var vetrarstarfið gert upp og nemendur fengu einkunnir sínar afhentar, þar á meðal voru 70 nemendur sem tóku áfangapróf, grunn- og miðáfanga.

Þrír nemendur luku framhaldsáfanga, þau Agnes Tanja Þorsteinsdóttir sem lauk prófi í söng og píanóleik, Snorri Hallgrímsson sem lauk prófi í gítarleik og Sveinbjörn Finnsson sem lauk prófi í píanóleik.

Við skólaslitin barst skólanum höfðingleg gjöf frá Gerði Gunnarsdóttur listakonu,en hún er höfundur höggmyndanna sem eru í anddyri skólans. Gerður gaf skólanum tvær höggmyndir af bassaleikurum í sama stíl og þær sem fyrir eru. Munu þær væntanlega einnig prýða anddyri skólans.