3. jún. 2009

Afmælishátíð Flataskóla

Laugardaginn 6. júní nk. veður opið hús frá kl. 11:00 til 16:00 í Flataskóla í tilefni 50 ára afmælis skólans.
  • Séð yfir Garðabæ
Laugardaginn 6. júní nk. veður opið hús frá kl. 11:00 til 16:00 í Flataskóla í tilefni 50 ára afmælis skólans. Í öllum álmum verða sýningar tileinkaðar áratugunum fimm. Þar verður hægt að skoða gamlar myndir úr skólalífinu og ýmislegt sem einkenndi tíðarandann á hverjum áratug. Einnig verður sögu Skólakórs Garðabæjar gerð skil í miðrými skólans.

Í kennslustofum og á göngum skólans verða til sýnis verk nemenda. Á skólalóð verður boðið upp á ratleik og nemendur og starfsmenn sýna stompatriði.

Í hátíðarsalnum verður frumfluttur söngleikurinn Hljómhýra eftir þau Brynju Skúladóttur, Elínu Maríu Ólafsdóttur og Hrafnkel Pálmarsson sem öll eru foreldrar í Flataskóla. Þau sömdu söngleikinn sérstaklega í tilefni 50 ára afmælisins og gefa foreldrar vinnu sína við verkið. Það eru nemendur í 4. bekk sem sjá um flutninginn undir stjórn foreldra og kennara.

Dagskrá afmælishátíðar
Á skólalóðinni

Kl. 11:00 – 16:00 Ratleikur. Byrjunar- og endastöð við aðalinngang

Kl. 11:00 og kl. 12:45 Stompatriði á skólalóð við aðalinngang skólans. Flutt af nemendum í 6. bekk og starfsmönnum undir stjórn Hjördísar Ástráðsdóttur, tónmenntakennara.

Í hátíðarsal

Kl. 12:00 og 14:00 Nemendur í 4. bekk frumflytja söngleikinn Hljómhýra eftir Brynju Skúladóttur, Elínu Maríu Björnsdóttur og Hrafnkel Pálmarsson

Kl. 13:00 Afmælisárgangur fæddur 1946 heimsækir skólann.
Fiðluleikur – Stefanía Gunnarsdóttir nemandi í 5. ÓS

Kl. 15:00 Dansatriði – Stúlkur í 7. bekk sýna

Gangar og kennslustofur

Á göngum skólans og í kennslustofum eru til sýnis verk nemenda.

Í öllum álmum eru sýningar sem tengjast áratugunum fimm í sögu skólans. Þar getur að líta myndir úr skólalífinu og bekkjarmyndir viðkomandi áratugs.

Árin 1958-1968 - Norðurálma (uppi) - unnið af nemendum í 7. bekk
Árin 1968-1978 – Vesturálma (niðri) – unnið af nemendum í 6. bekk
Árin 1978-1988 – Vesturálma (uppi) – unnið af nemendum í 5. bekk
Árin 1988-1998 - Austurálma - unnið af nemendum í 3. og 4. bekk
Árin 1998-2008 – Suðurálma – unnið af nemendum í 1. og 2. bekk

Saga skólakórsins – Miðálma hjá stofu M-209

Í matsalnum

Kaffisala kl. 11:00 – 16:00
Kaffi og vaffla 500 kr. og djús og möffins 100 kr.