Samningur við Klasa lagður fram
Fyrirtækið Klasi hf. mun á næstu vikum fylla upp í grunninn á Garðatorgi sem staðið hefur opinn frá sl. hausti, skv. drögum að samningi Garðabæjar og Klasa sem lögð hafa verið fram í bæjarráði.
Í samningnum kemur fram að framkvæmdum við nýjan miðbæ verður frestað um þrjú ár og eru aðilar sammála um að á tímabilinu verði unnið að endurskoðun verkefnisins í ljósi breyttra aðstæðna. Áfram er stefnt að uppbyggingu nýs miðbæjar með fjölgun íbúða og aðstöðu fyrir verslun og þjónustu.
Garðabær mun leigja gamla Hagkaupshúsið af Klasa í þrjú ár. Stefnt er að því að starfsemi Hönnunarsafns Íslands flytjist þangað ásamt því sem leitað verður eftir annarri starfsemi í húsið.
Af hálfu Garðabæjar verður lögð áhersla á að gera Garðatorg og umhverfi þess snyrtilegt og að gengið verði vel frá holunni sem nú er á torginu.
Samningurinn verður lagður fyrir næsta fund bæjarstjórnar