22. maí 2009

Nágrannavarsla breiðist út

Íbúar í neðri Lundum, Brekkubyggð og Hlíðarbyggð fjölmenntu á fund um nágrannavörslu
  • Séð yfir Garðabæ

Íbúar í neðri Lundum, Brekkubyggð og Hlíðarbyggð fjölmenntu á fund um nágrannavörslu sem haldinn var í Flataskóla þriðjudaginn 19. maí. Mikill áhugi á málinu kom fram hjá fundarmönnum og var samstaða á meðal þeirra um að gæta að sínu nánasta umhverfi.

Nágrannavarsla gengur út á að nágrannar að taka höndum saman um að efla öryggi í götunni sinni hvað varðar innbrot, þjófnaði og skemmdarverk. Á fundunum sem haldnir eru þegar nágrannavarsla er innleidd í hverfin er bent á nokkrar leiðir sem hægt er að fara í því sambandi.

Á vef lögreglunnar, www.logreglan.is  má lesa nýlegar skýrslur um afbrotatölfræði þar sem fram kemur að innbrotum og þjófnuðum fjölgar. Í apríl 2009 voru tilkynnt innbrot til lögreglu, alls staðar á landinu, t.d. 70% fleiri en í apríl árið 2008. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun. Nágrannavarsla er ein leið til þess sem hefur gefið góða raun.

Nágrannavarsla í Garðabæ er samstarfsverkefni Garðabæjar og tengiliða bæjarins innan lögreglu höfuðborgarsvæðisins.