22. maí 2009

Íslensku menntaverðlaunin

Forseti Íslands afhendir íslensku menntaverðlaunin við athöfn í Hofsstaðaskóla fimmtudaginn 28. maí
  • Séð yfir Garðabæ

Forseti Íslands afhendir íslensku menntaverðlaunin við athöfn í Hofsstaðaskóla fimmtudaginn 28. maí nk. Forseti Íslands veitir Íslensku menntaverðlaunin ár hvert en til þeirra var stofnað af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni á grundvelli hugmynda sem hann kynnti í nýársávarpi 1. janúar 2005

Íslensku menntaverðlaunin eru einkum bundin við grunnskólastarfið. Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum:

  1. Skólum sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi
  2. Kennurum sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað fram úr.
  3. Ungu fólki sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.
  4. Höfundum námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi.

Að þessu sinni fer afhendingin fram í Hofsstaðaskóla. Forsetaembættið býður öllum starfsmönnum Hofsstaðaskóla og nemendum í 6. bekk að vera viðstöddum athöfnina ásamt fulltrúum í bæjarstjórn og skólanefnd, auk starfsmanna á skólaskrifstofu.

Blásarasveit Hofsstaðaskóla leikur nokkur lög undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar tónlistarkennara og Kvenfélag Garðabæjar sér um kaffiveitingar.