15. maí 2009

Regnboginn í Hofsstaðaskóla

Tómstundaheimili Hofsstaðaskóla hefur fengið heitið Regnboginn og var það tilkynnt við athöfn í tómstundaheimilinu í vikunni.
  • Séð yfir Garðabæ
Tómstundaheimili Hofsstaðaskóla hefur fengið heitið Regnboginn og var það tilkynnt við athöfn í tómstundaheimilinu í vikunni.

Börnin sem dvelja í tómstundaheimilinu fengu að koma með tillögur að nöfnum. Margar tillögur bárust og voru 11 valdar úr þeim sem börnin fengu að kjósa um. Fyrir valinu varð nafnið Regnbogaland en ákveðið var að stytta það í Regnboginn.

Nafnið á vel við í Hofsstaðaskóla því í anddyri skólans hangir stór regnbogi yfir leiðarljósum skólans sem eru "Vinnusemi-virðing-viska-verkmennt-vellíðan"