11. maí 2009

Stjarnan kom sá og sigraði

Stjarnan sigraði örugglega í fyrsta leik sínum í efstu deild knattspyrnu karla í hátt í áratug sem hún lék í gær á móti Grindavík.
  • Séð yfir Garðabæ

Stjarnan sigraði örugglega í fyrsta leik sínum í efstu deild knattspyrnu karla í hátt í áratug sem hún lék í gær á móti Grindavík.

Leiknum lauk með þremur mörkum Stjörnunnar gegn einu marki Grindavíkur. Stúkan í Ásgarði var troðfull og hefur stuðningur Garðbæinga eflaust haft sitt að segja.

Mörk Stjörnunnar áttu Guðni Rúnar Helgason, Jóhann Laxdal og Halldór Orri Björnsson, Gilles Mbang Ondo skoraði fyrir Grindvíkinga.

Leiknum eru gerð ítarleg skil á vefnum fotbolti.net/  og þar er þess m.a. getið að Stjarnan er fyrsta og eina liðið sem leikur heimaleiki sína á gervigrasi.