8. maí 2009

Vinabæir funda í Garðabæ

Gestir frá vinabæjum Garðabæjar sitja í dag svokallað milliþingamót í Garðabæ þar sem farið er yfir drög að dagskrá næsta vinabæjarmóts
  • Séð yfir Garðabæ

Gestir frá vinabæjum Garðabæjar sitja í dag svokallað milliþingamót í Garðabæ þar sem farið er yfir drög að dagskrá næsta vinabæjarmóts sem sem verður haldið í Rudersdal í Danmörku árið 2010.

Vinabæir Garðabæjar eru Asker í Noregi, Eslöv í Svíþjóð, Jakobstad í Finnlandi og Rudersdal í Danmörku.

Vinabæjamót eru haldin annað hvert ár og skiptast bæirnir á að halda þau. Árin þar á milli eru haldin milliþingamót sem eru einskonar vinnufundir fyrir næsta vinabæjamót. Í ár eru sérstaklega til skoðunar nýjar tillögur frá Rudersdal um framhald vinabæjamótanna en Rudersdal varð til við sameiningu Birkerød, sem áður var vinabær Garðabæjar og Sollerød fyrir örfáum árum.

Garðabær hefur tekið þátt í vinabæjasamstarfi þessara bæja frá árinu 1966. Markmið vinabæjasamstarfsins eru einkum:

  • að miðla reynslu á sem flestum sviðum
  • styrkja menningartengsl
  • koma á skiptum milli félaga, skóla og vinnuhópa
  • stuðla að vináttu einstaklinga í hverju landi og
  • efla þannig þekkingu þjóðanna hverrar á annarri.