8. maí 2009

Vorsýning í Jónshúsi

Vorsýning félagsstarfs eldri borgara var opnuð í Jónshúsi 6. maí sl. Á sýningunni er sýndur afrakstur vetrarins í félagsstarfinu og eru sýningarmunir afar fjölbreyttir.
  • Séð yfir Garðabæ

Vorsýning félagsstarfs eldri borgara var opnuð í Jónshúsi 6. maí  sl. Á sýningunni er sýndur afrakstur vetrarins í félagsstarfinu og eru sýningarmunir afar fjölbreyttir.

Meðal þess sem er að sjá á sýningunni eru málverk, bútasaumur og önnur handavinna, bókband, glerlist, trésmíðamunir, útskurður og ullarþæfing.

Sýningin verður opin til 14. maí. Hún er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Öflugt félagsstarf

Mikil gróska hefur verið í félagsstarfinu í vetur og hafa m.a. verið fullsetin námskeið i glerlist, leirlist, málun, tréskurði og bútasaumi. Margir hópar hafa einnig verið starfandi og handavinnuhornið aldrei verið fjölmennara.

Af öðru félagsstarfi má nefna félagsvist, bridge, gönguhóp og leikfimihópa bæði karla og kvenna. Þá hefur verið farið í ýmsar ferðir og haldin skemmtikvöld og veislur.

Miðstöð félagsstarfsins er í Jónshúsi og eru allir áhugasamir velkomnir þangað, hvort sem er til að taka þátt í skipulögðu starfi eða njóta kaffiveitinga i góðum félagsskap.