27. apr. 2009

Kepptu í stærðfræði

Krakkar í 9. bekk í Garðaskóla sem eru í flugferðarhóp í stærðfræði tóku þátt í lokakeppni stærðfræðikeppninnar BEST sem haldin var í Hafnarfirði nýlega.
  • Séð yfir Garðabæ

Krakkar í 9. bekk í Garðaskóla sem eru í flugferðarhópi í stærðfræði tóku þátt í lokakeppni stærðfræðikeppninnar BEST sem haldin var í Hafnarfirði nýlega. Krakkarnir unnu sér keppnisrétt í lokakeppninni ásamt hópum úr 10 öðrum skólum á landinu og voru þau einu sem náðu þeim árangri úr Garðaskóla. 

Þemað í ár var stærðfræði og umhverfið. Krakkarnir komust að samkomulagi um að nota leikskólann Bæjarból í sínu verkefni. Krakkarnir þurftu að skila inn framvinduskýrslu og faglegri skýrslu ásamt því að þau bjuggu til líkan af leikskólanum.

Keppnin endaði á því fyrir helgina að nokkrir krakkar tóku að sér að kynna verkefnið fyrir dómurum. Hópurinn frá Garðaskóla komst ekki í þriggja liða úrslit að þessu sinni en stóð sig engu að síður mjög vel og var þátttakan skemmtileg tilbreyting frá venjulegu námsefni. 

BEST stærðfræðikeppnin er norræn keppni og er BEST íslensk skammstöfun fyrir heitið Bekkirnir keppa í stærðfræði.

Á myndinni er hluti hópsins sem tók þátt í keppninni fyrir hönd Garðaskóla.

Sjá einnig á vef Garðaskóla.