Björgunarhundar úr Garðabæ
Átta teymi úr hundaflokki Hjálparsveitar skáta í Garðabæ (HSG) tóku þátt í árlegu vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitar Íslands sem haldið var dagana 30. mars til 4 apríl sl.
Átta teymi úr hundaflokki Hjálparsveitar skáta í Garðabæ (HSG) tóku þátt í árlegu vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitar Íslands sem haldið var dagana 30. mars til 4 apríl sl. Æft var á þremur svæðum í tæplega 500 metra hæð í hlíðum Snæfellsjökuls, en gist var á Gufuskálum.
Alls voru 28 hundateymi á námskeiðinu. Meðal leiðbeinenda voru félagar úr HSG, þeir Þórir og Ingimundur, auk Kristins sem er leiðbeinendanemi. Þórir hélt einnig kvöldfyrirlestur um leit og björgun úr snjóflóðum, en auk þess tóku félagar úr HSG þátt í skrifborðsæfingu í vettvangsstjórn.
Hundaflokkur HSG er fjölmennasti hundaflokkur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í flokknum eru nú 13 teymi, en í þeim hópi eru reyndustu hundateymi landsins.