8. apr. 2009

Leiðbeiningar um garðrækt

Nýju efni hefur verið bætt við umfjöllunina um umhirðu garða hér á vefnum undir yfirskriftinni Gróður á lóðum
  • Séð yfir Garðabæ

Nýju efni hefur verið bætt við umfjöllunina um umhirðu garða hér á vefnum undir yfirskriftinni Gróður á lóðum. Umfjöllunin er ætluð til leiðbeiningar fyrir garðeigendur og er öllum frjálst að nýta sér það efni sem þar birtist.

Umfjöllunin er á vefnum undir Umhverfi og skipulag / garðyrkjudeild / gróður á lóðum.

 

 

Umfjöllunin skiptist núna í 14 kafla:

  • Áburðargjöf
  • Grassáning
  • Grassláttur
  • Gróðursetning
  • Jarðgerð
  • Klipping berjarunna
  • Klipping garðrósa
  • Klipping lauftrjáa
  • Kryddjurtir
  • Limgerðisklippingar
  • Matjurtaræktun
  • Mosatæting
  • Trjáfellingar
  • Þökulagning

Garðeigendur eru hvattir til að kynna sér efnið. Ábendingar má senda til garðyrkjustjóra Garðabæjar í netfangið erlabil@gardabaer.is.