Leikskólastjórnendur funda
Um sextíu leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar frá Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kópavogi komu saman til fundar í Garðabergi fimmtudaginn 2. apríl undir yfirskriftinni Hvað þarf að fást við í leikskólanum, hvers vegna og á hvaða hátt?
Fundarefnið var umræða um endurskoðun aðalnámskrá leikskóla en leikskólafulltrúi Garðabæjar á sæti í ritnefnd sem sér um endurskoðunina. Hildur Skarphéðinsdóttir, verkefnastjóri í menntamálaráðuneytinu kynnti helstu lykilhæfniþætti sem fram eiga að koma í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, en námskrárnar eru endurskoðaðar samhliða.
Í umræðum leikskólastjóra kom fram að gildi, svo sem virðing, umhyggja og sjálfræði ættu þar að vera fyrirferðamikil. Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands fjallaði í kjölfarið um siðferði í uppeldi og skólastarfi og mikilvægi mannkosta og dyggða.