19. maí 2016

Götusópun hefst á mánudag

Byrjað verður að sópa götur bæjarins næsta mánudag, 23. maí og er stefnt að því að búið verði að sópa allar götur fyrir 17. júní
  • Séð yfir Garðabæ

Byrjað verður að sópa götur bæjarins næsta mánudag, 23. maí og er stefnt að því að búið verði að sópa allar götur fyrir 17. júní. Bænum verður skipt í þrjú svæði, þau sömu og við hreinsun á garðúrgangi eftir vorhreinsun lóða, sem nú stendur yfir.

Sópunin hefst á Arnarnesi á mánudaginn, þaðan verður farið í Akra og síðan í Flatir. Önnur hverfi koma þar á eftir.

Bílar hindri ekki hreinsun

Til að verkið gangi vel fyrir sig þarf gott samstarf við íbúa. Settar verða upp merkingar í götum áður en þær verða sópaðar. Íbúar eru beðnir um að vera vakandi fyrir merkingunum og gæta að því að leggja bílum sínum ekki á götum og gangstéttum meðan á sópun stendur.

Gera má ráð fyrir að það taki 4-5 daga að klára hvert svæði.

Svæðin eru þannig:

Svæði 1

Arnarnes - Akrar- Flatir - Ásgarður - Fitjar - Hólar - Ásar - Grundir - Sjáland - Vífilsstaðir - Urriðaholt

Svæði 2

Tún - Mýrar - Garðatorg - Móar - Byggðir - Lundir - Búðir - Bæjargil - Hæðahverfi - Hnoðraholt

Svæði 3

Álftanes - Garðahverfi - Hleinar - Prýði og v/Álftanesveg