25. mar. 2009

Stóra upplestrarkeppnin 2009

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær, þriðjudaginn 24. mars. Þar lásu börn úr 7. bekk texta eftir rithöfundinn Brynhildi Þórarinsdóttur og ljóð eftir Örn Arnarson.
  • Séð yfir Garðabæ

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær, þriðjudaginn 24. mars. Þar lásu börn úr 7. bekk texta eftir rithöfundinn Brynhildi Þórarinsdóttur og ljóð eftir Örn Arnarson. Sigurvegari keppninnar í ár var Sóley Ragna Ragnarsdóttir í grunnskóla Seltjarnarness, sem er lengst til vinstri á myndinni. Í öðru sæti var Sóley Ásgeirsdóttir nemandi í Hofsstaðaskóla (fyrir miðri mynd) og í þriðja sæti  Bjarni Rögnvaldsson, grunnskóla Seltjarnarness, sem er hægra megin á myndinni. 

Haustið 2007 hófst samvinna milli Garðabæjar og Seltjarnarness um lokahátíðina og er þetta í þriðja sinn sem haldin er sameiginleg lokahátíð sveitarfélaganna. Tíu nemendur frá fjórum skólum, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og grunnskóla Seltjarnarness lásu á lokahátíðinni og stóðu sig allir með miklum sóma.

Einnig var boðið upp á skemmtiatriði frá öllum skólunum, m.a. hljóðfæraleik og dans.

Keppnin er haldin um allt land og samskonar lokahátíðir er því haldnar víðsvegar í mánuðinum. Að Stóru upplestrarkeppninni standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara um land allt. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Frá lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar 2009

Gunnar Einarsson bæjarstjóri ávarpar keppendur.