20. mar. 2009

Íbúar í Ásahverfi standa saman

Tveir fundir um nágrannavörslu voru haldnir í vikunni sem er að líða. Á þeim var verkefnið kynnt íbúum í Ásahverfi
  • Séð yfir Garðabæ

Tveir fundir um nágrannavörslu voru haldnir í vikunni sem er að líða. Á þeim var verkefnið kynnt íbúum í Ásahverfi, þ.e. í götunum Greniás, Eikarás, Furuás, Grjótás, Brúnás, Brekkuás, Borgarás, Breiðás, Laufás, Melás og Stórás, Bjarkarás, Asparás, Arnarás og Birkiás. Nágrannavarslan hefur þar með verið innleitt í öllum götum í Ásahverfinu.

Með nágrannavörslu ákveða nágrannar að taka höndum saman um að efla öryggi í sínu nánasta umhverfi hvað varðar innbrot, þjófnaði og skemmdarverk. Á fundunum sem haldnir eru þegar nágrannavarsla er innleidd í hverfin er bent á nokkrar leiðir sem hægt er að fara í því sambandi.

Á vef lögreglunnar, www.logreglan.is  má nú lesa nýlegar skýrslur um afbrotatölfræði þar sem fram kemur að innbrotum og þjófnuðum fjölgar. Mikilvægt er að sporna við þeirri þróun. Nágrannavarsla er ein leið til þess sem hefur gefið góða raun.

Nágrannavarsla í Garðabæ er samstarfsverkefni Garðabæjar og svæðisstöðvar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í Garðabæ.

Myndin er frá fundi um nágrannavörslu með íbúum í efri Lundum sem haldinn var sl. haust.