20. mar. 2009

Innritun í grunnskóla stendur yfir

Innritun í 1. og 8. bekki grunnskóla stendur yfir til 31. mars. Innrita börn sem eru að fara í 1. bekk og börn sem fara í 8. bekk
  • Séð yfir Garðabæ

Innritun í 1. og 8. bekki grunnskóla fyrir skólaárið 2009-2010 stendur yfir til 31. mars.

Innritun fer fram á skrifstofum skólanna, virka daga kl. 9-15. Einnig er hægt að innrita börnin rafrænt á vef Garðabæjar.

Sömu daga fer fram skráning skólaskyldra grunnskólabarna sem óska eftir að flytjast á milli skóla.

Upplýsingar um skólana sem hægt er að velja um er m.a. hægt að nálgast hér á vefnum.

Innritun skal lokið 31. mars nk.

Auglýsing um innritun 6 ára barna (fædd 2003).

Auglýsing um innritun 13 ára barna (fædd 1996).

Myndin er frá fundi um val á skóla fyrir 1. bekk. Á henni eru skólastjórar skólanna sem kenna 1. bekk í Garðabæ, frá vinstri: Þorgerður Anna Arnardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, Berta Faber, skólastjóri Alþjóðaskólans, Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla, Sigurveig Sæmundsdóttir, skólastjóri Flataskóla og Margrét Harðardóttir, skólastjóri Hofsstaðaskóla.