6. mar. 2009

Gjaldskrá skólamáltíða staðfest

Menntamálaráðherra hefur staðfest gjaldskrá Garðabæjar um skólamáltíðir i grunnskólum, í úrskurði vegna kæru tveggja foreldra á gjaldskránni.
  • Séð yfir Garðabæ

Menntamálaráðherra hefur staðfest gjaldskrá Garðabæjar um skólamáltíðir i grunnskólum, í úrskurði vegna kæru tveggja foreldra á gjaldskránni.

Í úrskurði ráðherra segir að með samþykkt gjaldskrárinnar hafi Garðabær farið að þeim meginreglum stjórnsýsluréttarins sem gilda um ákvörðun þjónustugjalda. Gjaldtakan megi, skv. grunnskólalögum, ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við þjónustuna og í þessu tilfelli sé ljóst að gjaldskráin miði við innkaupsverð máltíða.

Ákvörðun bæjarstjórnar um gjaldskrá vegna skólamáltíða í grunnskólum frá því í september 2008 er því staðfest með úrskurðinum.