5. mar. 2009

Nám í 1. bekk kynnt

Foreldrar verðandi grunnskólanemenda sóttu kynningarfund um val á skóla miðvikudaginn 4. mars
  • Séð yfir Garðabæ

Foreldrar verðandi grunnskólanemenda sóttu kynningarfund um val á skóla miðvikudaginn 4. mars. Á fundinum kynntu forsvarsmenn skólanna, sem kenna 1. bekk í Garðabæ, starfið í sínum skóla í máli og myndum. Foreldrum gafst einnig tækifæri til að ræða við skólastjórana og spyrja þá út í starfið.

Foreldrar barna sem hefja nám í 1. bekk í haust geta valið um fimm skóla fyrir barn sitt. Þeir eru:

Tveir fyrstnefndu skólarnir eru einkareknir en hinir þrír eru reknir af Garðabæ. Börn sem búa í Garðabæ greiða ekki skólagjöld í einkareknu skólana.

Á vef Garðabæjar undir flokknum skólar/grunnskólar er hægt að nálgast glærukynningar skólanna frá fundinum og þar er einnig bæklingur þar sem skólarnir segja frá áherslum sínum og einkennum.

Allir skólarnir taka vel á móti foreldrum og verðandi nemendum sem vilja kynna sér skólastarfið betur.

Á myndinni eru frá vinstri: Þorgerður Anna Arnardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, Berta Faber, skólastjóri Alþjóðaskólans, Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla, Sigurveig Sæmundsdóttir, skólastjóri Flataskóla og Margrét Harðardóttir, skólastjóri Hofsstaðaskóla.