2. mar. 2009

Fallegur ljóðasöngur

Ágúst Ólafsson baritón og Gerrit Schuil píanóleikari heilluðu áhorfendur á tónleikum í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 28. febrúar sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Ágúst Ólafsson baritón og Gerrit Schuil píanóleikari heilluðu áhorfendur á tónleikum í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 28. febrúar sl.  Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröð er nefnist Kammermúsík í Garðabæ á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. 

Á tónleikunum fluttu þeir félagar verk eftir Robert Schumann, Tólf söngvar op. 35 við ljóð eftir Justinus Kerner (1786-1862). Einnig voru flutt ljóðasöngverk eftir Schubert, Tsjajkovskíj o.fl.

Næstu tónleikar í tónleikaröðinni verða haldnir laugardaginn 28. mars nk. Þá stígur Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari á svið í safnaðarheimilinu. Sjá nánar um næstu tónleika hér.