Tilnefning til Foreldraverðlauna
Bókasöfn Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ásamt Rauða Krossi Íslands hlutu tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2016 fyrir verkefnið Heilahristing.
Bókasöfn Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ásamt Rauða Krossi Íslands hlutu tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2016 fyrir verkefnið Heilahristing.
Heilahristingur í Bókasafni Garðabæjar er samstarfsverkefni bókasafnsins og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ og felst í því að veita grunnskólanemendum aðstoð við lestur og heimanám.
Heimanámsaðstoðin er einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 15-17 á lesstofu bókasafnsins Garðatorgi og á miðvikudögum milli kl. 15-17 í Álftanessafni. Nemendur mæta með heimalærdóm sinn og eru sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins til staðar til að leiðbeina nemendum.
Heilahristingur er líka í Borgarbókasafni og Bókasafni Hafnarfjarðar. Verkefnið er að danskri fyrirmynd.