30. jan. 2009

Dagur leikskólans 6. febrúar

Allir leikskólarnir í Garðabæ verða með opið hús á degi leikskólans 6. febrúar
  • Séð yfir Garðabæ

Dagur leikskólans er 6. febrúar nk. og þá verður opið hús í öllum leikskólum í Garðabæ.

Aðstandendur leikskólabarna og aðrir Garðbæingar eru hvattir til að nýta tækifærið, líta inn í næsta leikskóla og fylgjast með hefðbundnu leikskólastarfi.

Leikskólinn er mikilvægt upphafi að menntun hvers barns og gildur þáttur í lífi þess og því skiptir miklu máli hvernig staðið er að starfi þessa skólastigs.

Allir eru velkomnir í heimsókn á leikskóla í Garðabæ á degi leikskólanna, föstudaginn 6. febrúar nk.

Auglýsing um dag leikskólans.

Bæklingur um dag leikskólans.