Metþátttaka í skíða- og brettaklúbbi
Í vikunni var starfi skíða -og brettaklúbba hrundið af stað í félagsmiðstöðinni Garðalundi.
Skráningin hefur gengið vonum framar, að sögn Gunnars Richardssonar, forstöðumanns Garðalundar.
Rúmlega 180 nemendur í 9. og 10. bekk hafa skráð sig til þátttöku í eldri skíðaklúbbi og 70 nemendur í 8. bekk í yngri hópinn. Þetta er nýtt þátttökumet í áratuga sögu klúbbanna.
Eldri hópurinn hyggur á Akureyrarferð 11. til 14. mars og yngri hópurinn fer tveggja nátta skálaferð í Bláfjöll 2. til 4. mars.
Í báðum hópum er í gangi skemmtiblegur vegabréfaleikur þar sem allir þurfa að ávinna sér rétt til ferðarinnar með mætingu á fundi, með því að gera góðverk og leggja markvisst til hópsins í ýmsum nefndarstörfum. Ekki skemmir stemninguna að nú snjóar vel og veit á gott skíðafæri.