23. jan. 2009

Ber farsælu skólastarfi gott vitni

Foreldrar nemenda í Sjálandsskóla eru almennt mjög ánægðir með stefnu skólans og kennsluhætti
  • Séð yfir Garðabæ

Foreldrar nemenda í Sjálandsskóla eru almennt mjög ánægðir með stefnu skólans og kennsluhætti, skv. könnun sem var lögð var fyrir þá fyrr í vetur. Mikil ánægja er með áherslu skólans á útikennslu og telja foreldrar að börn þeirra séu oftast að fást við verkefni við hæfi.

Í heild má segja að niðurstöðurnar beri farsælu skólastarfi gott vitni. Mikilvægar ábendingar komu fram í könnuninni um það sem yrði skólastarfinu enn frekar til framdráttar og verður unnið með þær í samstarfi starfsmanna, nemenda og foreldra.

Skýrsla um niðurstöður könnunarinnar er aðgengileg á vef Sjálandsskóla.