6. jan. 2009

Nýjar reglur v/daggæslu

Um áramótin tóku gildi nýjar reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum, þar sem viðmiðunarfjárhæðir hafa verið hækkaðar.
  • Séð yfir Garðabæ

Um áramótin tóku gildi nýjar reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum, þar sem viðmiðunarfjárhæðir hafa verið hækkaðar. Greitt er mánaðarlega í 11 mánuði á ári með börnum frá 9 mánaða aldri sem eru í daggæslu hjá dagforeldrum.

Almenn niðurgreiðsla fyrir 8 stunda vistun er nú 50.500 krónur og er miðað við að hámarksgjald dagforeldris fyrir sama tímafjölda sé 80.470. Niðurgreiðslan er hærri fyrir einstæða foreldra og foreldra sem eru báðir í fullu námi.

Sjá gjaldskrár Garðabæjar.