4. des. 2008

Bærinn skreyttur trjám frá íbúum

Íbúar og starfsmenn Garðabæjar hafa tekið höndum saman um að skreyta bæinn fyrir jólin.
  • Séð yfir Garðabæ

Íbúar og starfsmenn Garðabæjar hafa tekið höndum saman um að skreyta bæinn fyrir jólin. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru byrjaðir að skreyta á torgum og opnum svæðum og eru sum svæðin skreytt með trjám sem koma úr görðum íbúa.

Þetta árið voru þrjú tré fengin úr görðum íbúa. Eitt tré var tekið frá Hlíðarbyggð 30 og er það nú við Naustahlein við Hrafnistu. Annað tré var fengið úr garði við Ásbúð 45 og er nú við Ásabraut og að lokum kom eitt tré frá Ásbúð 47 sem prýðir nú hringtorgið við Hæðarbraut, Bæjarbraut.

Önnur tré eru fengin frá skógræktinni í Þjórsárdal.

 

 

Jólatré á hringtorgi við Bæjarbraut/Hæðarbraut

Jólatré við Naustahlein