4. des. 2008

Þak klætt með síldar- og loðnunót

Verktakar í Kauptúni hafa á undanförnum dögum unnið að því að klæða ófullgert þak byggingar sem þar er verið að reisa með síldar- og loðnunótum.
  • Séð yfir Garðabæ

Verktakar í Kauptúni hafa á undanförnum dögum unnið að því að klæða ófullgert þak byggingar sem þar er verið að reisa með síldar- og loðnunótum.

Ástæða þessarar óvenjulegu framkvæmdar er hávaði sem hefur myndast frá þakinu. Hávaðinn er mestur þegar vindur blæs ofan af Urriðaholti og hefur hann valdið starfsmönnum í Kauptúni, þ.á.m. þeim sem vinna við bygginguna og íbúum í hluta af Garðabæ, verulegum óþægindum.

Samkvæmt úttekt verkfræðistofunnar Mannvits verður hávaðinn til við það að vindur blæs yfir gataðan panel. Með því að leggja nótina yfir þakið er loftstraumnum breytt beint yfir götunum. Í framhaldinu verður þakið einangrað ofan á stálplöturnar og þar með lokast flautugötin endanlega.

Þess má geta að þakflöturinn er alls um þrír hektarar og því var það talsverð fyrirhöfn að klæða þakið með nótinni.