Landmótun og sléttun á opnu svæði
Framkvæmd við landmótun og sléttun á opnu svæði milli lóða við Hólmatún á Álftanesi hefur gengið vel undanfarna daga.
Framkvæmd við landmótun og sléttun á opnu svæði milli lóða við Hólmatún á Álftanesi hefur gengið vel undanfarna daga.
Eftir framkvæmdirnar er gert ráð fyrir að svæðið verði sláttuhæft og að það falli í reglulegan slátt og umhirðu bæjarins. Fram að þessu hefur ekki verið hægt að slá svæðið án þess að sláttuvélar brotnuðu á grjóti, enda hefur það verið þýft og grýtt.
Gert er ráð fyrir að grasfræi verði sáð í svæðið strax eftir útjöfnun svo grasið spretti upp fyrri hluta sumars. Hugað verður að uppvexti þess með áburðargjöf.